Enski boltinn

Stuttmynd: Svona fór metið í enska boltanum úr 65 þúsund pundum í 89 milljónir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Charles eða Herramaðurinn eins og hann var alltaf kallaður og Paul Pogba.
John Charles eða Herramaðurinn eins og hann var alltaf kallaður og Paul Pogba. vísir/getty
Í dag er lokadagur félagaskipta í Evrópu en glugganum verður lokað á miðnætti. Þangað til geta félögin keypt og selt leikmenn að vild. Í tilefni dagsins bjó BBC til stutt myndband þar sem farið er yfir þróun á metinu yfir kaupverð á Englandi frá 1957 til 2017. Bæði eru teknir menn sem voru keyptir til enskra félaga og seldir frá þeim.

Metféð hefur aukist töluvert en árið 1957 var „Herramaðurinn“ John Charles keyptur frá Leeds til Juventus fyrir 65 þúsund pund. Hann var þá að tvöfalda fyrra met.

Tuttugu árum síðan yfirgaf Kevin Keegan Liverpool og fór til Hamburg SV fyrir 500 þúsund pund. „Ég er hræddur um að þangað til ensku félögin fara að borga leikmönnum almennilega þá gerist þetta,“ sagði Keegan þegar hann skrifaði undir við þýska félagið.

Trevor Francis varð fyrsti leikmaðurinn sem kostaði eina milljón punda þegar Nottingham Forest keypti hann frá Birmingham fyrir 1,18 milljón en Chris Waddle fór svo árið 1989 frá Tottenham til Marseille fyrir 4,25 milljónir punda.

Paul Gascoigne kostaði Lazio 5,5 milljónir punda þegar það keypti hann frá Tottenham en Alan Shearer tvöfaldi svo metið árið 1996 þegar Newcastle keypti hann frá Blackburn fyrir 15 milljónir punda.

Manchester City keypti Robinho frá Real Madrid fyrir 32,5 milljónir punda en heimsmet var slegið þegar Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyrir 85 milljónir punda.

Það met stóð í fjögur ár eða þar til Paul Pogba kom aftur til Manchester United síðasta sumar fyrir 89,7 milljónir punda frá Juventus. Hver er næstur?

Hægt er að sjá myndbandið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×