Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:58 Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss.
Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45
The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00
The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05