Versta byrjun meistaraefna í sögu tíu liða deildar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 16:30 Valskonan Elín Metta Jensen í leiknum á móti Blikum í gær. Vísir/Ernir Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. Valsliðið tapaði í gær 3-0 á útivelli á móti Breiðabliki og hefur þar með aðeins náð í 3 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í ár. Þetta er versta byrjun í sögu tíu liða efstu deildar kvenna (frá 2008) hjá liði sem var spáð titlinum. Valskonur „bættu“ met Blika frá því í fyrra en Blikakonur náðu þá í fimm stig í fyrstu þremur leikjunum sínum. Valsliðið hefur tapað báðum útileikjum sínum, fyrst 1-0 á móti Þór/KA fyrir norðan og svo 3-0 á móti Blikum á Kópavogsvellinum í gær. Báðir þeir mótherjar eru í hópi bestu liða deildarinnar og því var þetta allt annað en auðveld byrjun fyrir Valsliðið. Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í 2. umferðinni en öll mörkin komu þá á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Valsliðið hefur því skorað öll mörk sumarsins á tuttugu mínútna kafla af þeim 270 mínútum sem eru búnir af Íslandsmótinu. Verkefni Valsliðsins verður ekkert auðveldara í næsta leik en þá fá stelpurnar Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn. Hér fyrir neðan má sjá þessu óvinsælu met sem Valsliðið hefur sett með þessari slöku byrjun sinni.Fæst stig meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 3 - Valur, 2017 5 - Breiðablik, 2016 6 - Valur, 2009 6 - Stjarnan, 2014Fæst mörk meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 4 - Valur, 2017 4 - Valur, 2011 5 - Breiðablik, 2012 5 - Breiðablik, 2016Lélegasta markatala meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 0 - Valur, 2017 +2 - Valur, 2011 +3 - Breiðablik, 2016 +4 - Breiðablik, 2012 +5 - KR, 2008Lið sem hefur verið spáð meistaratitlinum síðustu ár og árangur í fyrstu þremur leikjunum:(Síðan að deildin varð að tíu liða deild sumarið 2008) 2017 Valur - 3 stig og 0 í markatölu (4-4) 2016 Breiðablik - 5 stig og +3 í markatölu (5-2) 2015 Breiðablik - 7 stig og +9 í markatölu (11-2) 2014 Stjarnan - 6 stig og +6 í markatölu (7-1) 2013 Stjarnan - 9 stig og +11 í markatölu (12-1) 2012 Breiðablik - 7 stig og +4 í markatölu (5-1) 2011 Valur - 7 stig og +2 í markatölu (4-2) 2010 Valur - 9 stig og +15 í markatölu (15-0) 2009 Valur - 6 stig og +10 í markatölu (15-5) 2008 KR - 9 stig og +5 í markatölu (8-3) Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30 Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45 Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í Pepsi-deild kvenna en hafa ekki staðið undir þeirri pressu í fyrstu þremur umferðunum. Valsliðið tapaði í gær 3-0 á útivelli á móti Breiðabliki og hefur þar með aðeins náð í 3 stig af 9 mögulegum í Pepsi-deildinni í ár. Þetta er versta byrjun í sögu tíu liða efstu deildar kvenna (frá 2008) hjá liði sem var spáð titlinum. Valskonur „bættu“ met Blika frá því í fyrra en Blikakonur náðu þá í fimm stig í fyrstu þremur leikjunum sínum. Valsliðið hefur tapað báðum útileikjum sínum, fyrst 1-0 á móti Þór/KA fyrir norðan og svo 3-0 á móti Blikum á Kópavogsvellinum í gær. Báðir þeir mótherjar eru í hópi bestu liða deildarinnar og því var þetta allt annað en auðveld byrjun fyrir Valsliðið. Valur vann 4-0 sigur á ÍBV í 2. umferðinni en öll mörkin komu þá á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Valsliðið hefur því skorað öll mörk sumarsins á tuttugu mínútna kafla af þeim 270 mínútum sem eru búnir af Íslandsmótinu. Verkefni Valsliðsins verður ekkert auðveldara í næsta leik en þá fá stelpurnar Íslandsmeistara Stjörnunnar í heimsókn. Hér fyrir neðan má sjá þessu óvinsælu met sem Valsliðið hefur sett með þessari slöku byrjun sinni.Fæst stig meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 3 - Valur, 2017 5 - Breiðablik, 2016 6 - Valur, 2009 6 - Stjarnan, 2014Fæst mörk meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 4 - Valur, 2017 4 - Valur, 2011 5 - Breiðablik, 2012 5 - Breiðablik, 2016Lélegasta markatala meistaraefna í fyrstu þremur leikjunum í 10 liða efstu deild kvenna: 0 - Valur, 2017 +2 - Valur, 2011 +3 - Breiðablik, 2016 +4 - Breiðablik, 2012 +5 - KR, 2008Lið sem hefur verið spáð meistaratitlinum síðustu ár og árangur í fyrstu þremur leikjunum:(Síðan að deildin varð að tíu liða deild sumarið 2008) 2017 Valur - 3 stig og 0 í markatölu (4-4) 2016 Breiðablik - 5 stig og +3 í markatölu (5-2) 2015 Breiðablik - 7 stig og +9 í markatölu (11-2) 2014 Stjarnan - 6 stig og +6 í markatölu (7-1) 2013 Stjarnan - 9 stig og +11 í markatölu (12-1) 2012 Breiðablik - 7 stig og +4 í markatölu (5-1) 2011 Valur - 7 stig og +2 í markatölu (4-2) 2010 Valur - 9 stig og +15 í markatölu (15-0) 2009 Valur - 6 stig og +10 í markatölu (15-5) 2008 KR - 9 stig og +5 í markatölu (8-3)
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30 Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45 Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Velsk landsliðskona til Vals Velska landsliðskonan Angharad Jane James hefur samið við Val um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar. 4. maí 2017 13:30
Sjáðu glæsimark Fanndísar og hin tvö sem Blikar settu á Valskonur | Myndband Breiðablik vann flottan sigur á Vals, 3-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. 10. maí 2017 21:34
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar 10. maí 2017 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 4-0 | Valsstúlkur komnar á blað Valskonum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í vor en þær féllu á fyrsta prófi í Pepsi-deild kvenna í sumar. 3. maí 2017 20:45