Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2017 07:00 Lögreglumenn á vakt fyrir utan moskuna í Quebec í gær, daginn eftir að sex manns voru myrtir þar. vísir/epa Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira