Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2017 07:00 Lögreglumenn á vakt fyrir utan moskuna í Quebec í gær, daginn eftir að sex manns voru myrtir þar. vísir/epa Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira