Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. Framundan er risadagur hjá mörgum þjóðum en seinna undanúrslitakvöldið fer fram í kvöld og verða grannar okkar frá Danmörku og Noregi þar í eldlínunni.
Júrógarðurinn er vefþáttur sem verður á Vísi næstu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.
Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson sem eru staddir úti í Kænugarði og munu þeir fjalla ítarlega um keppnina næstu daga.
Þeir félagar hafa kynnt sér alla keppendur sem koma fram í kvöld og fara yfir spá sína fyrir kvöldinu en þeir fengu skemmtilegan gest í þáttinn, en Auður Albertsdóttir frá MBL mætti og ræddi kvöldið í kvöld í Júrógarðinum.k
Þetta eru þau tíu lönd sem fara áfram í kvöld að mati Júrógarðsins. Því miður bilaði upptakan en sérfræðingarnir áttu eftir að nefna til sögunnar Hvíta-Rússland og Austurríki.
Danir
Norðmenn
Búlgaría
Rúmenía
Króatía
Holland
Eistland
Ísrael
Hvíta Rússland
Austurríki
Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina.
Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.
Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.
Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld
Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Hláturinn ótrúlegi frá Ástralíu og dómsdagur í Kænugarði
Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram.

Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld
Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram.

Júrógarðurinn: „Helvítis kjaftæði“
Júrógarðurinn er vefþáttur sem hefur verður á Vísi síðustu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.

Júrógarðurinn: Stefán svartsýnn, Benedikt bjartsýnn
Júrógarðurinn er nýr vefþáttur sem verður á Vísi næstu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.