Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 12:59 Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi. Vísir/Vilhelm Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12