Bardaginn fór allur fram standandi en eftir aðeins tvær mínútur af fyrstu lotu náðu Birgir að lenda þungum hægri krók og féll O'Connor í gólfið. Fylgdi Birgir því svo eftir með nokkrum höggum í gólfinu þar til dómarinn stoppaði bardagann.
Fór það því svo að Birgir sigraði bardagann með tæknilegu rothöggi en þetta var annar atvinnumannabardagi O'connor í léttvigt sem er -70 kg. þyngdarflokkurinn.
Hinn 35 árs gamli Birgir hefur æft bardagaíþróttir í 8 ár en hann byrjaði að æfa með Mjölni árið 2013. Var þetta sjöundi bardaginn sem Birgir vinnur með rothöggi.


