Handbolti

Sebastian látinn fara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sebastian hefur þjálfað lengi á Selfossi.
Sebastian hefur þjálfað lengi á Selfossi. vísir/daníel
Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi.

Við starfi þeirra taka Grímur Hergeirsson og Árni Steinn Steinþórsson. Grímur er aðstoðarþjálfari karlaliðs Selfoss og Árni Steinn leikmaður þess.

Sebastian stýrði Selfossi í síðasta sinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum Coca Cola bikarsins á fimmtudaginn. Selfoss tapaði leiknum 27-23.

Selfoss er í sjöunda og næstneðsta sæti Olís-deildar kvenna með átta stig, fimm stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðum er ólokið.

Næsti leikur Selfoss er gegn Haukum næsta laugardag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×