Innlent

Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í gær.
Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í gær. Vísir/Anton Brink
Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni krefst þess að hann verði dæmdur í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jóns Aspar í júní síðastliðnum. Þetta kom fram í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mbl.is greinir frá.

Aðalmeðferð í málinu fór fram í gær og komu um tuttugu vitni fyrir dóminn. Þeirra á meðal Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson og fjögur til viðbótar sem fóru ásamt fyrrnefndum tveim á heimili Arnars í Mosfellsdal kvöldið örlagaríka.

Sveinn Gestur neitar því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og segir Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hlusta áverkanna. Jón Trausti, sem ekki er ákærður í málinu, segist ekki hafa veitt Arnari áverka.

Málflutningi lýkur í dag og verður málið dómtekið. Má reikna með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. 


Tengdar fréttir

Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars

Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×