Forsætisráðherrann fær ekki að segja af sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Saad Hariri í Líbanon í gær. Nordicphotos/AFP Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, afhenti Michel Aoun forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri tilkynnti um afsögn sína í upphafi mánaðar þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu en hafði ekki getað afhent afsagnarbréfið þar sem hann dvaldi um stund þar í landi áður en hann hélt til Frakklands og þaðan heim til Líbanons. „Ég afhenti hæstvirtum forseta afsagnarbréf mitt en hann bað mig um að fresta afsögn minni tímabundið á meðan hann íhugar ástæður afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki mitt fyrir þessari ákvörðun og vona að hún leiði til ábyrgra viðræðna um framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst er að mun gegna forsætisráðherraembættinu enn um sinn. Ástæðurnar sem Aoun hyggst kanna hafa verið ræddar í þaula allt frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Stjórnmálaskýrendur víða um heim sem og heimildarmenn fjölmiðla innan líbönsku ríkisstjórnarinnar fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun neytt Hariri til að segja af sér vegna þess hve litlum árangri hann hafði náð í baráttunni gegn Hezbollah-samtökunum. Heimildarmaður CNN sagði til að mynda að orðalag ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi Hariri og því væri líklegt að Sádi-Arabar hefðu skrifað ávarpið. Einnig hafa Sádi-Arabar verið ásakaðir um að hafa haldið Hariri í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur hafi neitað þessum ásökunum töldu forseti og utanríkisráðherra Frakklands nauðsynlegt að skerast í leikinn og ræða við málsaðila. Fullvissaði Jean-Yves Le Drian í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri væri frjáls ferða sinna. Rótin að þessum vanda Líbanons liggur í því að ríkið er nú miðpunktur eins konar kalds stríðs Írans og Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu. Íran styður Hezbollah en Sádi-Arabar hafa aftur á móti lengi stutt Líbanon, einkum Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er í forsvari fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00 Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, afhenti Michel Aoun forseta afsagnarbréf sitt í gær. Hariri tilkynnti um afsögn sína í upphafi mánaðar þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu en hafði ekki getað afhent afsagnarbréfið þar sem hann dvaldi um stund þar í landi áður en hann hélt til Frakklands og þaðan heim til Líbanons. „Ég afhenti hæstvirtum forseta afsagnarbréf mitt en hann bað mig um að fresta afsögn minni tímabundið á meðan hann íhugar ástæður afsagnarinnar. Ég tjáði samþykki mitt fyrir þessari ákvörðun og vona að hún leiði til ábyrgra viðræðna um framhaldið,“ sagði Hariri sem ljóst er að mun gegna forsætisráðherraembættinu enn um sinn. Ástæðurnar sem Aoun hyggst kanna hafa verið ræddar í þaula allt frá því Hariri flutti ávarp sitt í sádiarabísku höfuðborginni Riyadh. Stjórnmálaskýrendur víða um heim sem og heimildarmenn fjölmiðla innan líbönsku ríkisstjórnarinnar fullyrða að Sádi-Arabar hafi í raun neytt Hariri til að segja af sér vegna þess hve litlum árangri hann hafði náð í baráttunni gegn Hezbollah-samtökunum. Heimildarmaður CNN sagði til að mynda að orðalag ávarpsins væri gjörólíkt orðalagi Hariri og því væri líklegt að Sádi-Arabar hefðu skrifað ávarpið. Einnig hafa Sádi-Arabar verið ásakaðir um að hafa haldið Hariri í Sádi-Arabíu gegn vilja hans. Þótt bæði Sádi-Arabar og Hariri sjálfur hafi neitað þessum ásökunum töldu forseti og utanríkisráðherra Frakklands nauðsynlegt að skerast í leikinn og ræða við málsaðila. Fullvissaði Jean-Yves Le Drian í heimsókn sinni til Sádi-Arabíu að Hariri væri frjáls ferða sinna. Rótin að þessum vanda Líbanons liggur í því að ríkið er nú miðpunktur eins konar kalds stríðs Írans og Sádi-Arabíu sem keppa nú um völd og áhrif á svæðinu. Íran styður Hezbollah en Sádi-Arabar hafa aftur á móti lengi stutt Líbanon, einkum Framtíðarhreyfinguna sem Hariri er í forsvari fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00 Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00 Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons. 17. nóvember 2017 07:00
Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu. 11. nóvember 2017 07:00
Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir 8. nóvember 2017 11:00