Ætla að senda rohingjafólkið til baka Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 10:17 Minnst 600 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið til Bangladess og flestir þeirra halda til í flóttamannabúðum. Vísir/AFP Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri. Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri.
Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25
Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40
Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34