Ragnar Þór segir ekkert tilefni til vantrausts nú Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:25 Ragnar Þór Pétursson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í nóvember. Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur þær Þórunni Sif Böðvarsdóttur og Halldóru Guðmundsdóttur til að halda framboði sínu til varaformanns KÍ til streitu. Ásakanir á hendir honum um blygðunarsemisbrot hafi legið fyrir í um fjögur ár og hafi hann til að mynda greint frá þeim þegar hann tilkynnti um framboð sitt í október síðastliðinum. Því sé ekki ástæða fyrir þær til að lýsa yfir vantrausti á hann nú. Ragnar Þór segist að sama skapi ekki ætla að skapa það fordæmi fyrir forystu sambandsins að segja af sér eftir að hafa orðið „fyrir þessari tegund ofbeldis í starfi.“ Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Talknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp. Ragnar Þór var kjörinn formaður KÍ í síðasta mánuði og tekur við starfinu í apríl.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennaransÁ framboðsfundi með frambjóðendum til varaformanns Kennarasambands Íslands í gærkvöldi lýstu tveir frambjóðendur, þær Þórunn og Halldóra, yfir vantrausti á Ragnar Þór. Muni hann ekki segja af sér ætli þær að draga framboð sín til baka. Sögðu þær að eftir viðtalið við Tálknfirðinginn um helgina væri staða Ragnars Þórs gjörbreytt. Þar hefðu komið fram ásakanir um brot sem myndu gera formanni KÍ erfitt að tjá sig um kynferðisbrot og gerði samtökin ótrúverðug í umræðum um slík mál. Í kjölfar fréttarinnar hefur stjórn KÍ ákveðið að funda um mál Ragnar Þórs.Verið hrottalega heiðarlegur um málið Þessum skýringum, rétt eins og fundarboðinu, hafnar Ragnar Þór í pistli sem hann birti á bloggsíðu sinni í gærkvöldi. Ekkert nýtt hefði komið fram í viðtalinu á Vísi um helgina og að hann neiti þessum ásökunum ennþá staðfestlega. Hann hafi þar að auki verið „hrottalega heiðarlegur“ um þetta mál allt frá því að það kom upp fyrir um fjórum árum síðan.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór„Ég tilkynnti stjórn KÍ um kæruna þegar hún kom fram fyrir tæpum fjórum árum. Þar á bæ hafa menn vitað að ég var kærður fyrir blygðunarsemisbrot árum saman. Stjórn KÍ hefur meira að segja fundað um það einu sinni,“ útskýrir Ragnar Þór á bloggi sínu og bætir við að þau sem tilkynntu um framboð sín hafi að sama skapi verið meðvituð um ásakanirnar. Hann hafi til að mynda sagt frá þeim þegar hann bauð sig fram. „Það getur því ekki verið það að ég skyldi verða fyrir slíkri ásökun sem skyndilega skapar gerbreytta stöðu.“ Í færslu sinni segir hann marga kennara vera sakaða um einelti, ofbeldi eða áreitni. „Nú er því haldið fram í alvöru að sá sem verði fyrir slíkri ásökun sé þar með ógjaldgengur í æðstu embætti félagsins. Ég er algjörlega ósammála því. Af prinsippástæðum. Kennarasamband Íslands er ekki auglýsingastofa eða stjórnmálaflokkur. Starf þess á að byggja á grundvallarreglum og heiðarleika.“Hafa pólitískan hag af málinuHann segir það „köld skilaboð til þeirra tuga eða hundruða kennara sem eru í sömu eða svipaðri stöðu og ég,“ að geta ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir „um eitthvað.“ „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú,“ segir Ragnar Þór en blogg hans má nálgast hér. Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, hvetur þær Þórunni Sif Böðvarsdóttur og Halldóru Guðmundsdóttur til að halda framboði sínu til varaformanns KÍ til streitu. Ásakanir á hendir honum um blygðunarsemisbrot hafi legið fyrir í um fjögur ár og hafi hann til að mynda greint frá þeim þegar hann tilkynnti um framboð sitt í október síðastliðinum. Því sé ekki ástæða fyrir þær til að lýsa yfir vantrausti á hann nú. Ragnar Þór segist að sama skapi ekki ætla að skapa það fordæmi fyrir forystu sambandsins að segja af sér eftir að hafa orðið „fyrir þessari tegund ofbeldis í starfi.“ Ragnar Þór Marinósson, 34 ára Tálknfirðingur, lýsti því í viðtali við Vísi á sunnudag að Ragnar Þór kennari hefði sýnt sér klám. Þá var Talknfirðingurinn að eigin sögn tólf ára en Ragnar Þór að stiga sín fyrstu skref í kennslu fyrir vestan. Ásökunin hrakti Ragnar Þór tímabundið úr starfi árið 2013 þegar málið kom fyrst upp. Ragnar Þór var kjörinn formaður KÍ í síðasta mánuði og tekur við starfinu í apríl.Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennaransÁ framboðsfundi með frambjóðendum til varaformanns Kennarasambands Íslands í gærkvöldi lýstu tveir frambjóðendur, þær Þórunn og Halldóra, yfir vantrausti á Ragnar Þór. Muni hann ekki segja af sér ætli þær að draga framboð sín til baka. Sögðu þær að eftir viðtalið við Tálknfirðinginn um helgina væri staða Ragnars Þórs gjörbreytt. Þar hefðu komið fram ásakanir um brot sem myndu gera formanni KÍ erfitt að tjá sig um kynferðisbrot og gerði samtökin ótrúverðug í umræðum um slík mál. Í kjölfar fréttarinnar hefur stjórn KÍ ákveðið að funda um mál Ragnar Þórs.Verið hrottalega heiðarlegur um málið Þessum skýringum, rétt eins og fundarboðinu, hafnar Ragnar Þór í pistli sem hann birti á bloggsíðu sinni í gærkvöldi. Ekkert nýtt hefði komið fram í viðtalinu á Vísi um helgina og að hann neiti þessum ásökunum ennþá staðfestlega. Hann hafi þar að auki verið „hrottalega heiðarlegur“ um þetta mál allt frá því að það kom upp fyrir um fjórum árum síðan.Sjá einnig: Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór„Ég tilkynnti stjórn KÍ um kæruna þegar hún kom fram fyrir tæpum fjórum árum. Þar á bæ hafa menn vitað að ég var kærður fyrir blygðunarsemisbrot árum saman. Stjórn KÍ hefur meira að segja fundað um það einu sinni,“ útskýrir Ragnar Þór á bloggi sínu og bætir við að þau sem tilkynntu um framboð sín hafi að sama skapi verið meðvituð um ásakanirnar. Hann hafi til að mynda sagt frá þeim þegar hann bauð sig fram. „Það getur því ekki verið það að ég skyldi verða fyrir slíkri ásökun sem skyndilega skapar gerbreytta stöðu.“ Í færslu sinni segir hann marga kennara vera sakaða um einelti, ofbeldi eða áreitni. „Nú er því haldið fram í alvöru að sá sem verði fyrir slíkri ásökun sé þar með ógjaldgengur í æðstu embætti félagsins. Ég er algjörlega ósammála því. Af prinsippástæðum. Kennarasamband Íslands er ekki auglýsingastofa eða stjórnmálaflokkur. Starf þess á að byggja á grundvallarreglum og heiðarleika.“Hafa pólitískan hag af málinuHann segir það „köld skilaboð til þeirra tuga eða hundruða kennara sem eru í sömu eða svipaðri stöðu og ég,“ að geta ekki öðlast frama eftir að vera sakaðir „um eitthvað.“ „Ég held að það sé kominn tími á heiðarlegri forystu í KÍ. Að minnsta kosti heiðarlegri en svo að menn þykist mjög hissa og skelli á neyðarfundum vegna frétta sem þeir fengu fyrir fjórum árum en hafa ekki haft pólitískan hag af að blása upp fyrr en nú,“ segir Ragnar Þór en blogg hans má nálgast hér.
Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Frambjóðendur til varaformanns KÍ lýsa yfir vantrausti á Ragnar Þór nýkjörinn formann Á framboðsfundi vegna kosningar til varaformanns Kennarasambands Íslands hvöttu tveir frambjóðendur Ragnar Þór nýkjörinn formann til að segja strax af sér. 4. desember 2017 21:15