Lúxus borgin Reykjavík Sævar Þór Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun