Repúblikanar styrkja aftur frambjóðanda sem er sakaður um kynferðisáreitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 10:36 Á meðal þess sem hefur komið fram er að Moore hafi verið á bannlista í verslunarmiðstöð í Alabama vegna þess að hann var þekktur fyrir að eltast við ungar stúlkur þar. Vísir/AFP Landsnefnd Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur ákveðið að byrja aftur að styrkja framboð Roy Moore, frambjóðanda flokksins í Alabama, sem sakaður er um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við unglingsstúlkur. Ákvörðun nefndarinnar kemur í kjölfar þess að Donald Trump forseti lýsti yfir stuðningi við Moore í gær. Moore er frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarþingsætis Albama sem kosið verður um 12. desember. Í síðasta mánuði stigu nokkrar konur fram og lýstu því hvernig Moore hefði elst við þær eða haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein konan var fjórtán ára þegar hún segir Moore hafa kysst sig og káfað á sér. Síðast í gær lagði ein kvennanna fram sannanir um samband þeirra Moore þegar hún var sautján ára en hann 34 ára. Moore er nú sjötugur. Eftir að ásakanirnar á hendur Moore komu fram dró landsnefnd repúblikana stuðning sinn við framboð hans til baka. Á þeim tíma sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, að Moore ætti að draga framboðið til baka og að hann tryði konunum sem hefðu stigið fram. Var jafnvel talað um að þingmenn myndu vísa Moore úr öldungadeildinni færi svo að hann yrði kjörinn.Forsetinn tók ákvörðuninaUndanfarið hefur þó kveðið við nokkuð annar hljómur í repúblikönum. McConnell segir nú að það sé í höndum kjósenda í Alabama hvað verður um Moore. Landsnefndin steig svo skrefið til fulls í gær eftir að Trump forseti lýsti yfir stuðningi við frambjóðandann. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Moore sé með naumt forskot á Doug Jones, frambjóðanda demókrata, eftir að Jones hafði í sumum könnnunum janfnvel mælst með forskot fyrst eftir að ásakanirnar komu fram.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi verið Trump sem tók ákvörðunina um að repúblikanar skyldu fylkja sér aftur að baki Moore. Ástæðan hafi meðal annars verið hagstæðari skoðanakannanir og að forsetinn hafi verið viss um að honum yrði kennt um að hluta til ef Moore tapaði fyrir Jones. Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Landsnefnd Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur ákveðið að byrja aftur að styrkja framboð Roy Moore, frambjóðanda flokksins í Alabama, sem sakaður er um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við unglingsstúlkur. Ákvörðun nefndarinnar kemur í kjölfar þess að Donald Trump forseti lýsti yfir stuðningi við Moore í gær. Moore er frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarþingsætis Albama sem kosið verður um 12. desember. Í síðasta mánuði stigu nokkrar konur fram og lýstu því hvernig Moore hefði elst við þær eða haft uppi kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein konan var fjórtán ára þegar hún segir Moore hafa kysst sig og káfað á sér. Síðast í gær lagði ein kvennanna fram sannanir um samband þeirra Moore þegar hún var sautján ára en hann 34 ára. Moore er nú sjötugur. Eftir að ásakanirnar á hendur Moore komu fram dró landsnefnd repúblikana stuðning sinn við framboð hans til baka. Á þeim tíma sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, að Moore ætti að draga framboðið til baka og að hann tryði konunum sem hefðu stigið fram. Var jafnvel talað um að þingmenn myndu vísa Moore úr öldungadeildinni færi svo að hann yrði kjörinn.Forsetinn tók ákvörðuninaUndanfarið hefur þó kveðið við nokkuð annar hljómur í repúblikönum. McConnell segir nú að það sé í höndum kjósenda í Alabama hvað verður um Moore. Landsnefndin steig svo skrefið til fulls í gær eftir að Trump forseti lýsti yfir stuðningi við frambjóðandann. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Moore sé með naumt forskot á Doug Jones, frambjóðanda demókrata, eftir að Jones hafði í sumum könnnunum janfnvel mælst með forskot fyrst eftir að ásakanirnar komu fram.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi verið Trump sem tók ákvörðunina um að repúblikanar skyldu fylkja sér aftur að baki Moore. Ástæðan hafi meðal annars verið hagstæðari skoðanakannanir og að forsetinn hafi verið viss um að honum yrði kennt um að hluta til ef Moore tapaði fyrir Jones.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08