Trump sagðist á blaðamannafundi, með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í Hvíta húsinu í dag ætla að leita allra leiða til þess að tryggja öryggi þjóðarinnar. Sagðist hann ætla að grípa til aðgerða strax í næstu viku, en gaf þó ekki upp hvað fælist í aðgerðunum.
Forsetinn hefur jafnframt sagt að þjóðaröryggi Bandaríkjanna sé í húfi, og varð í raun æfur eftir að dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn.
SEE YOU IN COURT, THE SECURITY OF OUR NATION IS AT STAKE!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2017