Jason Mraz heldur tónleika á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 17:25 Jason Mraz vildi ólmur koma til landsins, segir Guðbjartur. vísir/afp Söngvarinn hugljúfi Jason Mraz er á leið til landsins og verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 1. apríl næstkomandi. Hann hyggst aðeins halda þessa einu tónleika hér á landi og verður opnað fyrir miðasölu næstkomandi miðvikudag. Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari segir að um verði að ræða sólótónleika sem séu hluti af tónleikaferðalagi Mraz, þar sem Mraz mætir einn með gítarinn sinn. „Þetta er í raun bara nýtilkomið. Ég fór að skoða þetta aðeins og tala við umboðsmennina og Mraz virtist ólmur vilja koma til landsins. Ég fékk svo bara tölvupóst fyrir stuttu og þá var þetta ákveðið,“ segir Guðbjartur í samtali við Vísi. Jason Mraz hefur hlotið demants-, platínu og gullplötur í meira en 20 löndum og eru hans vinsælustu lög „I‘m yours“ og „I won‘t give up“. Þá hefur hann hlotið tvö Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Miðaverð verður frá 5.900 krónum upp í 10.900 krónur, en nánari upplýsingar eru að finna á vef Hörpu. Opnað verður fyrir miðasölu klukkan tíu á miðvikudagsmorgun, 15. febrúar næstkomandi. Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Söngvarinn hugljúfi Jason Mraz er á leið til landsins og verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 1. apríl næstkomandi. Hann hyggst aðeins halda þessa einu tónleika hér á landi og verður opnað fyrir miðasölu næstkomandi miðvikudag. Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari segir að um verði að ræða sólótónleika sem séu hluti af tónleikaferðalagi Mraz, þar sem Mraz mætir einn með gítarinn sinn. „Þetta er í raun bara nýtilkomið. Ég fór að skoða þetta aðeins og tala við umboðsmennina og Mraz virtist ólmur vilja koma til landsins. Ég fékk svo bara tölvupóst fyrir stuttu og þá var þetta ákveðið,“ segir Guðbjartur í samtali við Vísi. Jason Mraz hefur hlotið demants-, platínu og gullplötur í meira en 20 löndum og eru hans vinsælustu lög „I‘m yours“ og „I won‘t give up“. Þá hefur hann hlotið tvö Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Miðaverð verður frá 5.900 krónum upp í 10.900 krónur, en nánari upplýsingar eru að finna á vef Hörpu. Opnað verður fyrir miðasölu klukkan tíu á miðvikudagsmorgun, 15. febrúar næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira