Erlent

Húsleit hjá Mossack Fonseca

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Saksóknarar í Panama gerðu húsleit í nótt í húsnæði lögfræðistofunnar Mossack Fonseca
Saksóknarar í Panama gerðu húsleit í nótt í húsnæði lögfræðistofunnar Mossack Fonseca Vísir/AFP
Húsleit var gerð í húsnæði lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama í nótt. Leitin var gerð að kröfu saksóknara en yfirvöld leita að gögnum um Brasilíska verkfræðifyrirtækið Odebrecht.

Það er Íslendingum eflaust í fersku minni þegar gögn frá Mossack Fonseca láku í apríl í fyrra og komu upp um fjölda manns sem fyrirtækið hafði aðstoðað við að fela fé í skattaskjólum, meðal annars fyrrverandi forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Ramon Fonseca, einn eiganda Mossack Fonseca, neitar að fyrirtækið tengist Odebrecht á nokkurn hátt. Odebrecht hefur jviðurkennt að múta yfirvöldum og öðrum löndum til að fá hagstæða samninga 2010 til 2014. 

„Mossack Fonseca tengist Odebrecht ekki á nokkurn hátt,“ sagði Fonseca í samtali við fjölmiðla.

Hann sakaði einnig Juan Carlos Varela, forseta Panama, um að hafa tekið við peningum frá Odebrecht, sem er stærsta verkfræðifyrirtæki í suður-Ameríku.

„Hann sagði mér að hann hefði tekið við styrkjum frá Odebrecht vegna þess að hann gæti ekki slegist við alla,“ sagði Fonseca og vildi ekki útskýra orð sín nánar.

Varela neitaði að hafa tekið við styrkjum frá Odebrecht og segist ætla að gera öl fjármál kosningabaráttu sinnar opinber.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×