Saga Þórdísar Elvu og Tom vekur heimsathygli: "Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 11:00 TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Skjáskot TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.” Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
TED fyrirlestur þeirra Þórdísar Elvu Þovaldsdóttur og Tom Stranger þar sem þau segja frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi hefur vakið alheimsathygli. Í fyrirlestrinum reifa þau Þórdís og Tom sögu sína í sameiningu á opinskáan hátt. Þar lýsir Þórdís því að á jólaballi hafi hún ákveðið að drekka romm í fyrsta skipti og orðið ofurölvi. Tom hafi hjálpað henni heim og hún hafi verið honum þakklát þar til hann klæddi hana úr fötunum, lagðist ofan á hana og nauðgaði henni. Hún hafi verið með meðvitund en ekki haft kraft til að streitast á móti.Sjá einnig: Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman „Þetta var ekki nauðgun, er það? Þetta gerðist jú ekki í myrku húsasundi með ókunnugum manni. Það hélt hún,“ svo byrjar frétt danska Ekstrabladet um frásögn Þórdísar og Tom. Fyrirlestur þeirra hefur farið víða og hafa fjölmiðlar alls staðar um heim fjallað um fyrirlesturinn. Þar má til að mynda nefna Cosmopolitan, People, Telegraph, The Independent, Huffington Post, The Indian Express og Berlingske Tidende. Rúmlega 916 þúsund manns hafa horft á fyrirlestur Þórdísar og Tom þegar þessi frétt er skrifuð.Í viðtali á vef TED segist Tom vera meðvitaður um að hans sjónarhorn og viðvera hans á sviðinu geti haft stuðandi áhrif á þolendur sem sjá fyrirlesturinn. „Ég tel að það sé hvorki hugrakkt né hetjulegt á nokkurn hátt að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það er nauðsynleg skylda og viðurkenning á saknæmi athæfisins.“ Hann segist hafa byrjað að segja aðstandendum sínum sögu sína árið 2011 og að viðbrögð þeirra hafi einkennst af ruglingi og mikilli íhugun. „Skiljanlega hefur þetta haft áhrif á samband mitt við marga sem standa mér nærri. Ég dæmi ekki vini eða fjölskyldu sem líta á mig í öðru ljósi núna, þegar þau vita að ég hef framið nauðgun.“ Þórdís Elva birti í gær færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún þakkaði fyrir góð viðbrögð við fyrirlestrinum. Hún segir það hafa verið súrrealískt að vakna og lesa um sig í Cosmopolitan og öðrum heimsmiðlum. „Þetta er upphafið á vegferð sem ég vona að leiði til umræðu um ábyrgð. Ábyrgð á ofbeldi liggur hjá þeim sem fremur það, ekki þeim sem verður fyrir því, og gera þarf kröfu um að gerendur axli hana í meira mæli,” skrifar Þórdís. „Að lokum vil ég senda styrk og ljós til þeirra sem finnst þessi umræða sár og erfið. Hún er það, og verður aldrei auðveld, en vonandi getur hún verið uppbyggileg.”
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu. 9. febrúar 2017 10:15
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09