Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 19:00 Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skólastjóri Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, segir útbreiðslu rafretta mun meiri meðal ungmenna en útbreiðsla á tóbaki hefur verið síðasta einn og hálfan áratug. „Við sjáum skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og við teljum að þarna sé hópur ungmenna að sækja í þetta sem hefur annars ekki verið að reykja tóbak," segir Jón Páll.Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, kallar eftir forvarnarstefnu frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldumHann segir að tekið sé á rafrettunotkun í skólanum á sama hátt og tóbaki en að rafrettutískan hafi komið aftan að fólki. „Svo hefur maður heyrt frá foreldrum sem vilja vera málefnalegir og ekki bara með hnefann á lofti að umræðan komi aftan að þeim þegar börnin fara að spyrja hvað þeim finnst um rafrettur. Menn vilja vera málefnalegir en skortir haldbær rök í málinu og rannsóknir.“ Jón Páll kallar eftir forvarnarstefnu frá landlæknisembættinu og upplýsingaherferð um rafrettur og hvaða áhrif þær hafa á heilsuna. „Því goðsögnin er að þetta sé skaðlaust og það er undir þeim formerkjum sem að ég hef áhyggjur af því að krakkarnir kynnist þessu," segir hann.Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að skýran lagaramma þurfi til að byggja forvarnarstefnu ávísir/sigurjónViðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlæknisembættinu segir forvarnarstefnu stranda á skýrum lagaramma um rafrettur. Einnig þurfi lög til að tryggja neytendavernd og hafa eftirlit með rafrettubúðum sem í raun selja nikótínvökva ólöglega eins og staðan er í dag. „Þessar búðir eru þarna og það er verið að selja rafrettur og vökvann í þær - og í rauninnier enginn að taka á því beint. Það er mjög aðkallandi að við fáum skýran ramma um rafsígarettur," segir Viðar og kastar boltanum til stjórnvalda.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira