Vetrarspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Getur ekki endalaust verið á 150 km hraða 3. nóvember 2017 09:00 Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert eins og regnboginn svo dásamlegur og veitir manni gleði, en stundum er regnboginn ekki alveg heill og þú sérð bara pínulítinn hluta og þá brotnarðu niður og getur farið í taugarnar á sjálfum þér. Þú vilt hafa óbilandi kjark og dug og svo sannarlega hefurðu það, en þú verður að muna að það er móðir jörð sem gefur þér kraftinn og tilveruvist. Þú munt ekki þola að vera í of miklum hraða endalaust. Tina Turner sem er með frægustu Bogmönnum í heiminum náði að framlengja kraft sinn og tilveru án þess að brotna niður í mél með því að óma – það væri gott fyrir þig að gúggla hvað er að óma. Einu skiptin sem þú klessir á vegg er af því að veggurinn er hraðahindrunin þín. Þú getur ekki endalaust verið á 150 km hraða því á endanum verðurðu tekinn af löggunni. Ekki láta það gerast, róaðu hraðann í lífi þínu, róaðu neysluna þína og tengdu þig meira við himininn og jörðina. Orka þín er eins og góð ríkisstjórn ætti að hafa, en svo getur einn dropi sprengt þig eins og ríkisstjórnina, þá er mælirinn fullur. Þú ert að byrja á ótrúlega góðum tíma upp úr 20. nóvember og allt sem þú ert að gera núna er undanfari þess að þú springir út eins og páskalilja. Streita getur veitt þér verki, álag og veikindi, svo ekki bjóða henni í lífspartýið þitt. Þar sem fókusinn er lífið fer, er góð setning svo hugsaðu um þá tíma sem voru þér bestir þá færðu þessa ótrúlegu orku sem þú í raun og veru hefur en eyðir oft í vitleysu vegna þess að þú ert of mikið á tánum og yfir því sem þú gerir þeim sem þú elskar. Það sem gerir þig að góðum stjórnanda er að þú elskar fólk og þú leyfir öðrum að vera nákvæmlega eins og þeir eru. Þú hefur þennan dásamlega eiginleika að gefa öðrum möguleika og allir vilja vinna með þér. Þú átt helst ekki að vinna frá 8-5 og þó leti sé eitur í þínum beinum er mikilvægt að þú stjórnir tímasetningum og hvernig þú vilt vinna vinnuna þína. Eina hættan er að þú dettir á hausinn af þreytu vegna þess að þú ætlar svo mikið að láta allt að vera fullkomið og 100 prósent, en hundrað prósent er svo ofsalega leiðinlegt og enginn elskar einhvern sem er hundrað prósent. Þeir Bogmenn sem eru á lausu eiga að slaka bara á og leyfa ástinni að koma inn ef hún er tilbúin. Það er sú orka sem enginn getur stjórnað en ávinnur sér bara með því að opna hugann og þora að vera maður sjálfur. Þú hefur svo mikinn viljastyrk til að fara yfir þær hindranir sem eru á leiðinni og setningin þín er: Þar sem er vilji munu verkefnin klárast – Slappaðu af (Trúbrot) Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert eins og regnboginn svo dásamlegur og veitir manni gleði, en stundum er regnboginn ekki alveg heill og þú sérð bara pínulítinn hluta og þá brotnarðu niður og getur farið í taugarnar á sjálfum þér. Þú vilt hafa óbilandi kjark og dug og svo sannarlega hefurðu það, en þú verður að muna að það er móðir jörð sem gefur þér kraftinn og tilveruvist. Þú munt ekki þola að vera í of miklum hraða endalaust. Tina Turner sem er með frægustu Bogmönnum í heiminum náði að framlengja kraft sinn og tilveru án þess að brotna niður í mél með því að óma – það væri gott fyrir þig að gúggla hvað er að óma. Einu skiptin sem þú klessir á vegg er af því að veggurinn er hraðahindrunin þín. Þú getur ekki endalaust verið á 150 km hraða því á endanum verðurðu tekinn af löggunni. Ekki láta það gerast, róaðu hraðann í lífi þínu, róaðu neysluna þína og tengdu þig meira við himininn og jörðina. Orka þín er eins og góð ríkisstjórn ætti að hafa, en svo getur einn dropi sprengt þig eins og ríkisstjórnina, þá er mælirinn fullur. Þú ert að byrja á ótrúlega góðum tíma upp úr 20. nóvember og allt sem þú ert að gera núna er undanfari þess að þú springir út eins og páskalilja. Streita getur veitt þér verki, álag og veikindi, svo ekki bjóða henni í lífspartýið þitt. Þar sem fókusinn er lífið fer, er góð setning svo hugsaðu um þá tíma sem voru þér bestir þá færðu þessa ótrúlegu orku sem þú í raun og veru hefur en eyðir oft í vitleysu vegna þess að þú ert of mikið á tánum og yfir því sem þú gerir þeim sem þú elskar. Það sem gerir þig að góðum stjórnanda er að þú elskar fólk og þú leyfir öðrum að vera nákvæmlega eins og þeir eru. Þú hefur þennan dásamlega eiginleika að gefa öðrum möguleika og allir vilja vinna með þér. Þú átt helst ekki að vinna frá 8-5 og þó leti sé eitur í þínum beinum er mikilvægt að þú stjórnir tímasetningum og hvernig þú vilt vinna vinnuna þína. Eina hættan er að þú dettir á hausinn af þreytu vegna þess að þú ætlar svo mikið að láta allt að vera fullkomið og 100 prósent, en hundrað prósent er svo ofsalega leiðinlegt og enginn elskar einhvern sem er hundrað prósent. Þeir Bogmenn sem eru á lausu eiga að slaka bara á og leyfa ástinni að koma inn ef hún er tilbúin. Það er sú orka sem enginn getur stjórnað en ávinnur sér bara með því að opna hugann og þora að vera maður sjálfur. Þú hefur svo mikinn viljastyrk til að fara yfir þær hindranir sem eru á leiðinni og setningin þín er: Þar sem er vilji munu verkefnin klárast – Slappaðu af (Trúbrot) Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira