Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 09:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2. vísir/anton brink Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina. Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina.
Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira