Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2017 18:30 Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia. Sú ákvörðun British Airways að hefja beint flug til Keflavíkur frá London City-flugvellinum gæti stytt ferðatíma farþega úr miðborg Lundúna um eina til tvær klukkustundir þar sem fljótlegra er að komast út á flugvöllinn og innritunartími þar er helmingi styttri en á öðrum völlum borgarinnar. Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur en þær taka 76 til 98 farþega.Mynd/British Airways.En þá vaknar sú spurning hvort ekki mætti nota Reykjavíkurflugvöll með sama hætti og ná þannig ennþá meiri styttingu ferðatíma milli höfuðborga Bretlands og Íslands. Þetta er raunar það sem Isavia vill að verði leyft, að sögn framkvæmdastjóra flugvallasviðs, sem segir Isavia í viðræðum um að breyta reglum Reykjavíkurflugvallar. „Við erum að ræða við yfirvöld og reyna að athuga hvort það sé ekki hægt að fá þessu banni, - eða þessum reglum breytt, - að því leyti að þær verði þá opnari þannig að það sé hægt að stunda meira flug hér út. Þannig að við erum að beita okkur í því, já, að fá að minnsta kosti umræðu í gang um málið,“ segir Jón Karl. Áætlunarflug til Færeyja er frá Reykjavíkurflugvelli með þessari Airbus A319-þotu.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Millilandaflug hefur raunar ætíð verið stundað frá Reykjavíkurflugvelli en áætlunarflug er þó aðeins leyft með undanþágum til Grænlands og Færeyja. Jón Karl bendir á að meðan Keflavíkurflugvöllur sé orðinn þéttsetinn sé völlurinn í Reykjavík vannýttur. „Reykjavíkurflugvöllur er einn af þeim völlum sem væri hægt að nota hugsanlega til að létta álagið, eða dreifa aðeins betur álaginu, eins og það er í dag. Því að það er í sjálfu sér óþarfi að láta fullkominn flugvöll standa hérna án þess að hann sé nýttur eins og hægt er.“ Jón Karl telur að andstaða gegn þotuflugi frá Reykjavík geti skýrst af því að menn óttist aukinn hávaða. „Menn halda að það sé ónæði af þessu. En það er raunverulega ekki alveg rétt því að þessar nýju flugvélar, sem um er að ræða, eins og þessar Embraer-þotur, sem British Airways er að nota, eru mjög hljóðlátar, - og raunar hljóðlátari heldur en þær vélar sem eru að fljúga inn á völlinn í dag.“ Þessi Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrrahaust.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstöðin er ekki upp á marga fiska en flugbrautirnar duga flestum nýjum gerðum farþegaþotna af smærri gerðinni. „Þetta eru 100-130 sæta flugvélar og þær þurfa þetta á bilinu 1.200-1.400 metra brautir, sem er svipað og brautirnar hér í Reykjavík eru.“ Tveir þriðju hlutar landsmanna búa í innan við fimmtán kílómetra radíus frá Reykjavíkurflugvelli og, að mati Jóns Karls, fengist verulegt hagræði með styttingu ferðatíma. „Þetta myndi stytta ferðatíma verulega. Þú þyrftir að mæta mun seinna á völlinn. Þú gætir hugsanlega verið með innritun klukkutíma fyrir brottför hér í Reykjavík, sem þarf tvo tíma á stærri flugvöllum. Þannig að þetta myndi geta verið verulegt hagræði fyrir farþega,“ segir Jón Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia. Sú ákvörðun British Airways að hefja beint flug til Keflavíkur frá London City-flugvellinum gæti stytt ferðatíma farþega úr miðborg Lundúna um eina til tvær klukkustundir þar sem fljótlegra er að komast út á flugvöllinn og innritunartími þar er helmingi styttri en á öðrum völlum borgarinnar. Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur en þær taka 76 til 98 farþega.Mynd/British Airways.En þá vaknar sú spurning hvort ekki mætti nota Reykjavíkurflugvöll með sama hætti og ná þannig ennþá meiri styttingu ferðatíma milli höfuðborga Bretlands og Íslands. Þetta er raunar það sem Isavia vill að verði leyft, að sögn framkvæmdastjóra flugvallasviðs, sem segir Isavia í viðræðum um að breyta reglum Reykjavíkurflugvallar. „Við erum að ræða við yfirvöld og reyna að athuga hvort það sé ekki hægt að fá þessu banni, - eða þessum reglum breytt, - að því leyti að þær verði þá opnari þannig að það sé hægt að stunda meira flug hér út. Þannig að við erum að beita okkur í því, já, að fá að minnsta kosti umræðu í gang um málið,“ segir Jón Karl. Áætlunarflug til Færeyja er frá Reykjavíkurflugvelli með þessari Airbus A319-þotu.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Millilandaflug hefur raunar ætíð verið stundað frá Reykjavíkurflugvelli en áætlunarflug er þó aðeins leyft með undanþágum til Grænlands og Færeyja. Jón Karl bendir á að meðan Keflavíkurflugvöllur sé orðinn þéttsetinn sé völlurinn í Reykjavík vannýttur. „Reykjavíkurflugvöllur er einn af þeim völlum sem væri hægt að nota hugsanlega til að létta álagið, eða dreifa aðeins betur álaginu, eins og það er í dag. Því að það er í sjálfu sér óþarfi að láta fullkominn flugvöll standa hérna án þess að hann sé nýttur eins og hægt er.“ Jón Karl telur að andstaða gegn þotuflugi frá Reykjavík geti skýrst af því að menn óttist aukinn hávaða. „Menn halda að það sé ónæði af þessu. En það er raunverulega ekki alveg rétt því að þessar nýju flugvélar, sem um er að ræða, eins og þessar Embraer-þotur, sem British Airways er að nota, eru mjög hljóðlátar, - og raunar hljóðlátari heldur en þær vélar sem eru að fljúga inn á völlinn í dag.“ Þessi Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrrahaust.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstöðin er ekki upp á marga fiska en flugbrautirnar duga flestum nýjum gerðum farþegaþotna af smærri gerðinni. „Þetta eru 100-130 sæta flugvélar og þær þurfa þetta á bilinu 1.200-1.400 metra brautir, sem er svipað og brautirnar hér í Reykjavík eru.“ Tveir þriðju hlutar landsmanna búa í innan við fimmtán kílómetra radíus frá Reykjavíkurflugvelli og, að mati Jóns Karls, fengist verulegt hagræði með styttingu ferðatíma. „Þetta myndi stytta ferðatíma verulega. Þú þyrftir að mæta mun seinna á völlinn. Þú gætir hugsanlega verið með innritun klukkutíma fyrir brottför hér í Reykjavík, sem þarf tvo tíma á stærri flugvöllum. Þannig að þetta myndi geta verið verulegt hagræði fyrir farþega,“ segir Jón Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent