Starfsmenn Reykjavíkurborgar byrjaðir að uppræta eitraða bjarnarkló Gissur Sigurðsson skrifar 21. júlí 2017 13:08 Starfsmennirnir þurfa að vera í miklum hlífðarfatnað þegar þeir vinna að því að uppræta plöntuna. vísir/vilhelm Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“ Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“
Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45