Starfsmenn Reykjavíkurborgar byrjaðir að uppræta eitraða bjarnarkló Gissur Sigurðsson skrifar 21. júlí 2017 13:08 Starfsmennirnir þurfa að vera í miklum hlífðarfatnað þegar þeir vinna að því að uppræta plöntuna. vísir/vilhelm Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“ Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Tíu manna hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar, klæddur sérstökum hlífðarbúningum, hóf í morgun að uppræta hættulega bjarnarkló, eða tröllahvönn í Laugarnesinu, en plantan vex víðar í borgarlandinu. Þá er annað afbrigði plöntunnar, húnakló, skyndilega farin að dreifa úr sér í borginni. Báðar plönturnar geta valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel varanlegri blindu ef vökvi úr þeim berst í augu þannig að útbreiðsla þeirra er orðið alvarlegt vandamál, að sögn Snorra Sigurðssonar líffræðings hjá borginni. „Hún er orðin vandamál á nokkrum stöðum. Þessi bjarnarkló sem er orðin mjög stórvaxin hún hefur verið lengi á stöðum eins og Laugarnesinu og er þar viðvarandi vandamál þannig að við höfum þurft að fara í aðgerðir þar á hverju ári. En hún er að finnast á fleiri stöðum. Yfirleitt eru þetta einkalóðir þar sem hún er en auðvitað getur hún dreift sér inn í borgarlandið og við fylgjumst vel með því,“ segir Snorri.Hér má sjá hendur drengs sem brenndist illa á bjarnarkló í síðustu viku.Getur við talað um þetta sem vandamál? „Já, og svo er náskyld tegund sem heitir húnakló sem er öllu minni og getur líka valdið bruna, hún er jafnvel ennþá skæðari að dreifa sér hér, það er til dæmis hún sem fólk er að sjá mikið í Vesturbænum.“Verður farið í svona aðgerðir víðar í borgarlandinu á næstunni? „Við vonumst til að geta gert það, já. Það hefur í sumar því miður verið töluverður starfsmannaskortur í garðyrkjunni hjá okkur þannig að við höfum þurft að forgangsraða verkefnum en þetta er komið á það stig að það er ekki hægt að bíða lengur. Þess vegna erum við að byrja í Laugarnesinu þar sem staðan er alvarlegust,“ segir Snorri.Er ekkert varasamt að vinna þetta starf? „Jú, það er varasamt og starfsmenn okkar þurfa að vera í hlífðarfötum og passa að það sjáist helst ekki í húð neins staðar og svo líka er þessi planta þannig að í plöntusafanum eru efni sem virkjast í sól þannig að það er sérstaklega varasamt að uppræta hana í sól þannig að við veljum dag eins og í dag þar sem er rigning og skýjað í svona verkefni.“
Tengdar fréttir Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu. 20. júlí 2017 15:45