Skarphéðinn Guðmundsson: Galið að taka höfundarrétt ekki alvarlega Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2017 12:39 Sigurður Svavarsson segir það engum sæmandi, síst ríkisfyrirtæki, að troða höfundarrétt fótum. Skarphéðinn segir það aldrei hafa verið ásetningur að stela hönnuninni. „Við tökum höfundarétt alltaf alvarlega, okkur ber að gera það. Annað væri galið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá RUV ohf. Erfitt er að líta hjá því að svo virðist sem hönnun klæðnaðar sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem kynnti annars vel heppnað Eurovision-kvöld RUV, hafi verið stolin. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins þykir sláandi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust.Ragnhildur Steinunn þótti einstaklega glæsileg en það varpar óneitanlega skugga á kvöldið að svo virðist sem hönnun samfestings hennar sé stolin.Þó ýmsir áhangendur Eurovision-söngvakeppninnar vilji gera lítið úr stóra kjólamálinu og hafa það í flimtingum – þá gætu þeir þar með verið að skjóta sjálfa sig í fótinn því málið snýst um höfundar- og sæmdarrétt. Sem seint getur talist léttvægt fundið.RÚV uppvíst af broti á sæmdar- og/eða höfundarrétti Sigurður Svavarsson, virtur útgefandi til margra ára og áratuga, vekur athygli á þeim þætti málsins á Facebooksíðu sinni: „Vernd höfundar- og sæmdarréttar er heilög skylda allra þeirra sem miðla menningarefni. RÚV hefur nú orðið uppvíst að því að troða slíkan rétt fatahönnuðar fótum. Það er bara eitt að gera - biðjast umyrðalaust afsökunar og bjóða viðkomandi fatahönnuði bætur fyrir hugverkastuldinn. Þetta er engu fyrirtæki sæmandi - hvað þá fyrirtæki í eigu ríkis sem á undantekningarlaust að virða þá alþjóðlegu samninga sem það hefur gengist undir.“Aldrei ásetningur að stela hönnuninni Skarphéðinn segist, í samtali við Vísi, ekki þekkja vel forsögu málsins, hvernig samfestingurinn er til kominn. En ef það sé túlkun manna, sérfræðinga og þeirra sem gerst þekkja, þá sé það mjög miður. „Og engin fyrirstaða af minni hálfu að biðjast afsökunar á því og þykir leitt. Það var hins vegar enginn ásetningur þeirra sem áttu hlut að máli, það var ekki það sem vakti fyrir þeim.“Linda lektor telur engum blöðum um það að fletta að um stolna hönnun sé að ræða.Vart er um það deilt að um hönnunarstuld er að ræða. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl en Balmain-samfestinginn er appelsínugulur með örlítið styttri ermum. Linda Björk Árnadóttur, fatahönnuður og lektor við Listaháskóla Íslands, hefur sagt að um augljósan hönnunarstuld sé að ræða. Og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir líta út fyrir að svo sé: „Þetta er of líkt og væri of mikil tilviljun ef svo væri ekki þannig það er að minnsta kosti mjög erfitt að trúa því að svo sé ekki.“Innblástur eða stuldur? Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir, sú sem saumaði flíkina, segir að engin sé hönnuðurinn á bak við flíkina. Hún hafi verið unnin með innblæstri frá samfestingi Balmain. Þau hafi nákvæmlega vitað af því að þau væru að gera svipaða flík en efnið og beltið væri öðruvísi.Skarphéðinn segir að næst verði vandlega passað uppá að ekkert álíka komi upp.Þannig að vart er um það deilt hvaðan fyrirmyndin er komin. Og ef enginn er hönnuðurinn hlýtur ábyrgðin að vera RUV? Skarphéðinn segir þarna togast á tvö sjónarmið sem eru innblástur og svo stuldur. Ef menn eru að tala um stuld og sú sé niðurstaðan sé það miður. „Ef svo er þykir okkur það að sjálfsögðu miður og erum ekkert of stór til að biðjast afsökunar á slíku. En það var ekki meðvitund gert eða af ásetningi hjá einum né neinum. Við erum með lítið sem ekkert böddsjett og reddingin var sannarlega ekki að stela einu né neinu heldur viða að okkur góðum hugmyndum og gera eitthvað fallegt sem við vonuðumst til að almenn sátt gæti skapast um.“Skuggi á vel heppnað kvöld Óneitanlega varpar þetta nokkrum skugga á annars vel heppnað Eurovision-kvöld. „Alltaf leiðinlegt þegar svona atriði koma upp og ásakanir um annað eins og þetta. Aldrei það sem vakir fyrir okkur, við tökum þetta alvarlega og til skoðunar og rýnum í þetta. Og munum sannarlega passa sérstaklega vel uppá þetta næst,“ segir Skarphéðinn. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Erfitt að trúa öðru en að um hönnunarstuld sé að ræða“ Íslenskir hönnuðir hafa sagt hönnun samfestingsins beinlínis stolið. 13. mars 2017 17:03 Fagfólk um samfesting Ragnhildar Steinunnar: „Þetta kemur bara ekki vel út“ Samfestingurinn sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var í á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið þó nokkra athygli en hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust. 13. mars 2017 20:00 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Við tökum höfundarétt alltaf alvarlega, okkur ber að gera það. Annað væri galið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá RUV ohf. Erfitt er að líta hjá því að svo virðist sem hönnun klæðnaðar sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem kynnti annars vel heppnað Eurovision-kvöld RUV, hafi verið stolin. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins þykir sláandi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust.Ragnhildur Steinunn þótti einstaklega glæsileg en það varpar óneitanlega skugga á kvöldið að svo virðist sem hönnun samfestings hennar sé stolin.Þó ýmsir áhangendur Eurovision-söngvakeppninnar vilji gera lítið úr stóra kjólamálinu og hafa það í flimtingum – þá gætu þeir þar með verið að skjóta sjálfa sig í fótinn því málið snýst um höfundar- og sæmdarrétt. Sem seint getur talist léttvægt fundið.RÚV uppvíst af broti á sæmdar- og/eða höfundarrétti Sigurður Svavarsson, virtur útgefandi til margra ára og áratuga, vekur athygli á þeim þætti málsins á Facebooksíðu sinni: „Vernd höfundar- og sæmdarréttar er heilög skylda allra þeirra sem miðla menningarefni. RÚV hefur nú orðið uppvíst að því að troða slíkan rétt fatahönnuðar fótum. Það er bara eitt að gera - biðjast umyrðalaust afsökunar og bjóða viðkomandi fatahönnuði bætur fyrir hugverkastuldinn. Þetta er engu fyrirtæki sæmandi - hvað þá fyrirtæki í eigu ríkis sem á undantekningarlaust að virða þá alþjóðlegu samninga sem það hefur gengist undir.“Aldrei ásetningur að stela hönnuninni Skarphéðinn segist, í samtali við Vísi, ekki þekkja vel forsögu málsins, hvernig samfestingurinn er til kominn. En ef það sé túlkun manna, sérfræðinga og þeirra sem gerst þekkja, þá sé það mjög miður. „Og engin fyrirstaða af minni hálfu að biðjast afsökunar á því og þykir leitt. Það var hins vegar enginn ásetningur þeirra sem áttu hlut að máli, það var ekki það sem vakti fyrir þeim.“Linda lektor telur engum blöðum um það að fletta að um stolna hönnun sé að ræða.Vart er um það deilt að um hönnunarstuld er að ræða. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl en Balmain-samfestinginn er appelsínugulur með örlítið styttri ermum. Linda Björk Árnadóttur, fatahönnuður og lektor við Listaháskóla Íslands, hefur sagt að um augljósan hönnunarstuld sé að ræða. Og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir líta út fyrir að svo sé: „Þetta er of líkt og væri of mikil tilviljun ef svo væri ekki þannig það er að minnsta kosti mjög erfitt að trúa því að svo sé ekki.“Innblástur eða stuldur? Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir, sú sem saumaði flíkina, segir að engin sé hönnuðurinn á bak við flíkina. Hún hafi verið unnin með innblæstri frá samfestingi Balmain. Þau hafi nákvæmlega vitað af því að þau væru að gera svipaða flík en efnið og beltið væri öðruvísi.Skarphéðinn segir að næst verði vandlega passað uppá að ekkert álíka komi upp.Þannig að vart er um það deilt hvaðan fyrirmyndin er komin. Og ef enginn er hönnuðurinn hlýtur ábyrgðin að vera RUV? Skarphéðinn segir þarna togast á tvö sjónarmið sem eru innblástur og svo stuldur. Ef menn eru að tala um stuld og sú sé niðurstaðan sé það miður. „Ef svo er þykir okkur það að sjálfsögðu miður og erum ekkert of stór til að biðjast afsökunar á slíku. En það var ekki meðvitund gert eða af ásetningi hjá einum né neinum. Við erum með lítið sem ekkert böddsjett og reddingin var sannarlega ekki að stela einu né neinu heldur viða að okkur góðum hugmyndum og gera eitthvað fallegt sem við vonuðumst til að almenn sátt gæti skapast um.“Skuggi á vel heppnað kvöld Óneitanlega varpar þetta nokkrum skugga á annars vel heppnað Eurovision-kvöld. „Alltaf leiðinlegt þegar svona atriði koma upp og ásakanir um annað eins og þetta. Aldrei það sem vakir fyrir okkur, við tökum þetta alvarlega og til skoðunar og rýnum í þetta. Og munum sannarlega passa sérstaklega vel uppá þetta næst,“ segir Skarphéðinn.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Erfitt að trúa öðru en að um hönnunarstuld sé að ræða“ Íslenskir hönnuðir hafa sagt hönnun samfestingsins beinlínis stolið. 13. mars 2017 17:03 Fagfólk um samfesting Ragnhildar Steinunnar: „Þetta kemur bara ekki vel út“ Samfestingurinn sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var í á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið þó nokkra athygli en hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust. 13. mars 2017 20:00 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Erfitt að trúa öðru en að um hönnunarstuld sé að ræða“ Íslenskir hönnuðir hafa sagt hönnun samfestingsins beinlínis stolið. 13. mars 2017 17:03
Fagfólk um samfesting Ragnhildar Steinunnar: „Þetta kemur bara ekki vel út“ Samfestingurinn sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var í á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur vakið þó nokkra athygli en hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. Samfestingurinn sást síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust. 13. mars 2017 20:00
Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30