Stoppum draugun Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2017 07:26 Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun