Leiksýning fjármálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 21. júlí 2017 06:00 Íslensk hagstjórn stendur frammi fyrir tveimur umfangsmiklum verkefnum á næstu misserum. Annars vegar að byggja upp traust á fjármálakerfinu og hins vegar að endurskoða peningastefnuna. Til að auka traust og tiltrú á fjármálakerfinu og stofnanaumgjörðinni er nauðsynlegt að ráðist sé í breytingar og að eftirlit með fjármálastofnunum verði fært undir einn hatt í stað tveggja eins og er í dag. Sameina þarf starfsemi Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins er lýtur að bankaeftirliti. Í byrjun júlímánaðar tók gildi ný eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Engin framtíðarsýn er sett þar fram fyrir utan það að selja skuli eignarhluti í bönkunum. Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkið eigi 34-40 prósenta eignarhlut í Landsbankanum hf. til langframa en annað verði selt þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Engin haldbær rök eru færð fyrir því hvers vegna ríkissjóður hyggst eiga að hámarki 40 prósent í Landsbankanum, en ekki meira eða minna. Ástæða þess er einföld, það skortir sýn í þessu veigamikla máli. Til þess að stefnumótun sé farsæl og trúverðug þarf bæði skýra framtíðarsýn og góðan undirbúning. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur hafnað gjaldmiðli þjóðarinnar án þess að vera búinn að undirbúa málið nokkuð innan ríkisstjórnarinnar. Skipuð var verkefnastjórn um endurmat á peningastefnu þar sem gengið er út frá því að umgjörð krónunnar verði bætt. Óskað hefur verið eftir samvinnu og sátt um vinnu þessarar verkefnastjórnar. En hvernig er það hægt þegar fjármála- og efnahagsráðherra ætlar sjálfur ekki að leyfa verkefnastjórninni að vinna í friði og er kominn með fyrirframgefna niðurstöðu? Hvað mun ráðherrann gera ef verkefnastjórnin kemst að annarri niðurstöðu en ráðherrann? Er Viðreisn þá sætt í ríkisstjórninni? Eða er ekkert að marka orð fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann tekur afstöðu í grundvallarmáli eins og þessu? Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli. Ef mark er tekið á ráðherranum þá veikist gjaldmiðillinn og almenningur verður fyrir kjararýrnun. Þetta nýjasta krónufrumhlaup ráðherrans minnir okkur á þegar hann ætlaði að kasta 10.000 króna seðlinum án æskilegs undirbúnings og hörfaði á mettíma af leiksviðinu með málið. Þjóðin á betri vinnubrögð og undirbúning skilið.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Íslensk hagstjórn stendur frammi fyrir tveimur umfangsmiklum verkefnum á næstu misserum. Annars vegar að byggja upp traust á fjármálakerfinu og hins vegar að endurskoða peningastefnuna. Til að auka traust og tiltrú á fjármálakerfinu og stofnanaumgjörðinni er nauðsynlegt að ráðist sé í breytingar og að eftirlit með fjármálastofnunum verði fært undir einn hatt í stað tveggja eins og er í dag. Sameina þarf starfsemi Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins er lýtur að bankaeftirliti. Í byrjun júlímánaðar tók gildi ný eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Engin framtíðarsýn er sett þar fram fyrir utan það að selja skuli eignarhluti í bönkunum. Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkið eigi 34-40 prósenta eignarhlut í Landsbankanum hf. til langframa en annað verði selt þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi. Engin haldbær rök eru færð fyrir því hvers vegna ríkissjóður hyggst eiga að hámarki 40 prósent í Landsbankanum, en ekki meira eða minna. Ástæða þess er einföld, það skortir sýn í þessu veigamikla máli. Til þess að stefnumótun sé farsæl og trúverðug þarf bæði skýra framtíðarsýn og góðan undirbúning. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur hafnað gjaldmiðli þjóðarinnar án þess að vera búinn að undirbúa málið nokkuð innan ríkisstjórnarinnar. Skipuð var verkefnastjórn um endurmat á peningastefnu þar sem gengið er út frá því að umgjörð krónunnar verði bætt. Óskað hefur verið eftir samvinnu og sátt um vinnu þessarar verkefnastjórnar. En hvernig er það hægt þegar fjármála- og efnahagsráðherra ætlar sjálfur ekki að leyfa verkefnastjórninni að vinna í friði og er kominn með fyrirframgefna niðurstöðu? Hvað mun ráðherrann gera ef verkefnastjórnin kemst að annarri niðurstöðu en ráðherrann? Er Viðreisn þá sætt í ríkisstjórninni? Eða er ekkert að marka orð fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann tekur afstöðu í grundvallarmáli eins og þessu? Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli. Ef mark er tekið á ráðherranum þá veikist gjaldmiðillinn og almenningur verður fyrir kjararýrnun. Þetta nýjasta krónufrumhlaup ráðherrans minnir okkur á þegar hann ætlaði að kasta 10.000 króna seðlinum án æskilegs undirbúnings og hörfaði á mettíma af leiksviðinu með málið. Þjóðin á betri vinnubrögð og undirbúning skilið.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun