Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Almar Guðmundsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Helga Árnadóttir skrifa 14. mars 2017 07:00 Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar