Eru sjálflærðir á öll hljóðfæri og græjur Guðný Hrönn skrifar 21. júlí 2017 10:00 Egill og Bjarki lýsa tónlist sinni sem tilraunakenndu poppi. Vísir/Eyþór Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira