Förum varlega Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar