Sýknaður af því að berja fyrrverandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2017 06:00 Lögregla mætti á staðinn og tók myndir af áverkum konunnar. Það þótti ekki nægt til sönnunar. Vísir/Eyþór Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira