Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Katalónskir bændur lögðu dráttarvélum sínum við Sigurbogann í Barcelona í gær til að krefjast sjálfstæðis. vísir/afp Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00
Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31
Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16