Sigrún Sjöfn: Skutum okkur í fótinn með því að byrja seint Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. október 2017 22:42 Sigrún skoraði 18 stig í leiknum í kvöld vísir/eyþór Svekkelsi skein af Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur eftir tap Skallagríms gegn Val í Valshöllinni í kvöld. „Við getum sjálfum okkur um kennt að leikurinn hafi þurft að vera svona jafn. Við byrjum hann alveg hræðilega, eins og flesta okkar leiki, þannig að niðurstaðan var eitt skot sem þær hittu úr og unnu okkur með þremur stigum.“Þristur undir lok leiks frá Guðbjörgu Sverrisdóttur skilaði Val 70-67 sigri, eftir að heimakonur voru 25-11 yfir eftir fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að aðeins sex leikmenn spili meira en tíu mínútur í leiknum vildi Sigrún ekki meina að þreyta skipti sköpum í spilamennsku liðsins. „Þreytan spilar alveg inn í, en maður er ekkert að hugsa um hvað maður er þreyttur í miðjum leik, maður er að reyna að hugsa um hvernig maður kemur helvítis tuðrunni ofan í körfuna og hvernig maður getur stoppað þær.“ „Maður getur eiginlega ekki leitt hugann að þreytu, þó að jú vissulega taki þetta á og á milli leikja er maður alveg uppgefinn. Eftir þrjá, fjóra, fimm, sex leiki í viðbót ætti maður að vera kominn í ágætis stand og geta spilað þetta.“ Hvað fannst Sigrúnu það helsta sem vantaði hjá sínu liði í dag? „Við byrjum leikinn bara skelfilega. Það er erfitt að greina leikinn svona stuttu eftir, en mér finnst upphafið á leikjunum alltaf skila sér í lokinn. Við byrjum skelfilega illa og þær komast í 12-1 eða eitthvað. Það er erfitt að vera alltaf að elta, svo loksins þegar við náum þeim þá fá þær eitt skot í lokin sem þær setja.“ „Við förum bara fullt á að laga þetta og skoða hluti sem við getum lagað. Eins og allir vita, og fólk er að skjóta á okkur fyrir, þá byrjuðum við seint og ætli við séum ekki bara að skjóta okkur í fótinn með það núna að vera ekki tilbúnar og ekki á þeim stað sem við viljum vera á á þessum tímapunkti.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Svekkelsi skein af Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur eftir tap Skallagríms gegn Val í Valshöllinni í kvöld. „Við getum sjálfum okkur um kennt að leikurinn hafi þurft að vera svona jafn. Við byrjum hann alveg hræðilega, eins og flesta okkar leiki, þannig að niðurstaðan var eitt skot sem þær hittu úr og unnu okkur með þremur stigum.“Þristur undir lok leiks frá Guðbjörgu Sverrisdóttur skilaði Val 70-67 sigri, eftir að heimakonur voru 25-11 yfir eftir fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að aðeins sex leikmenn spili meira en tíu mínútur í leiknum vildi Sigrún ekki meina að þreyta skipti sköpum í spilamennsku liðsins. „Þreytan spilar alveg inn í, en maður er ekkert að hugsa um hvað maður er þreyttur í miðjum leik, maður er að reyna að hugsa um hvernig maður kemur helvítis tuðrunni ofan í körfuna og hvernig maður getur stoppað þær.“ „Maður getur eiginlega ekki leitt hugann að þreytu, þó að jú vissulega taki þetta á og á milli leikja er maður alveg uppgefinn. Eftir þrjá, fjóra, fimm, sex leiki í viðbót ætti maður að vera kominn í ágætis stand og geta spilað þetta.“ Hvað fannst Sigrúnu það helsta sem vantaði hjá sínu liði í dag? „Við byrjum leikinn bara skelfilega. Það er erfitt að greina leikinn svona stuttu eftir, en mér finnst upphafið á leikjunum alltaf skila sér í lokinn. Við byrjum skelfilega illa og þær komast í 12-1 eða eitthvað. Það er erfitt að vera alltaf að elta, svo loksins þegar við náum þeim þá fá þær eitt skot í lokin sem þær setja.“ „Við förum bara fullt á að laga þetta og skoða hluti sem við getum lagað. Eins og allir vita, og fólk er að skjóta á okkur fyrir, þá byrjuðum við seint og ætli við séum ekki bara að skjóta okkur í fótinn með það núna að vera ekki tilbúnar og ekki á þeim stað sem við viljum vera á á þessum tímapunkti.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum