Græðararnir í heilbrigðiskerfinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 11. október 2017 16:30 Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar