Munu Haukarnir missa Daníel í janúar? „Hann er að gera meira en Janus Daði í fyrra“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 13:00 Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Erfitt er að mótmæla því að Daníel Þór Ingason, skytta Hauka í Olís-deild karla, sé búinn að vera besti útispilari mótsins það sem af er vetri. Af nokkrum mjög góðum er Daníel að spila stórkostlega en hann er að skora 7,2 mörk að meðaltali í leik með 61 prósent skotnýtingu, gefa tvær stoðsendingar að meðtali, stela einum bolta og spila vörnina eins og kóngur með 6,6 löglegar stöðvanir að meðaltali í leik. Enn eina ferðina var hann tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi enda ekkert annað hægt. „Getum við ekki sleppt því að sýna þetta. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Gæinn er rugl. Þetta er alveg eins og í síðasta leik og hina fjóra á undan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur þáttarins, léttur í bragði. „Hann var góður í sóknarleiknum en í varnarleiknum var hann ótrúlega góður. Hann spilar þristinn en er sá sem fer út í menn á meðan hinir hafa það náðugt fyrir aftan.“ Haukarnir urðu fyrir áfalli á síðustu leiktíð þegar að leikstjórnandinn Janus Daði Smárason yfirgaf liðið á miðju tímabili og gekk í raðir Álaborgar í Danmörku. Aron Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Hauka, hirti þar besta manninn af Haukunum sem féllu svo úr leik í átta liða úrslitum mótsins. „Daníel er að gera meira [en Janus í fyrra]. Miðað við leikmennina sem hann er með við hliðina á sér er hann að gera allt. Ég myndi taka hann úr umferð í hvert einasta skipti og sjá hvað hinir gera,“ sagði Gunnar Berg Viktorson og Jóhann Gunnar tók undir: „Daníel er langbestur í Haukaliðinu eins og er þannig Haukarnir mega ekki missa hann og fara að byrja upp á nýtt. Ég er ekki alveg nógu hrifinn af þessu, menn eiga bara að fara þegar að tímabilið er búið,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki ÍBV er ekki að heilla í byrjun Olís-deildarinnar þrátt fyrir að vera í fjórða sæti. 11. október 2017 10:00