Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:00 Lionel Messi fagnar í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira
Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira