Lífið

21 mátunarklefi í H&M versluninni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Íslendingar bíða forvitnir eftir því að sjá inn í H&M í Smáralind
Íslendingar bíða forvitnir eftir því að sjá inn í H&M í Smáralind Vísir/Eyþór Árnason
Á laugardaginn opnar H&M verslun í Smáralind, sína fyrstu á Íslandi. Eftir mánuð opnar svo önnur verslun í Kringlunni. Verslun H&M í Smáralind er 3.000 fermetrar og á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er barnadeild og herradeild en dömudeildin er staðsett á efri hæðinni. Í versluninni eru alls 16 afgreiðslukassar og 21 mátunarklefi.

Allar fatalínur H&M verða fáanlegar í versluninni, þar á meðal dömu- og herrafatnaður, barnaföt, skór, aukahlutir, undirföt og snyrtivörur. Auk þess mun verslunin fá sérstakar línur í sölu eins og H&M Studio, Conscious línuna og hluta af þeim línum sem unnar eru í samstarfi við þekkta hönnuði. H&M Home deildin kemur ekki til Íslands strax.



H&M merkingar eru komnar víða inni í Smáralind og utan á húsnæðinuVísir/Eyþór Árnason
Eins og áður hefur komið fram verður verðið hærra hér á landi en erlendis. Verðin hér eru líkust því sem finna má í dönskum verslunum H&M. Sem dæmi þá eru dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur hér á landi, fáanlegar fyrir 3.129 krónur í Danmörku. Samkvæmt okkar heimildum er þetta ein fallegasta H&M verslunin sem hefur opnað síðustu misseri. Há lofthæð og áberanadi ljósakrónur grípa athyglinna strax þegar komið er inn í verslunina. Risastór speglaveggur sem staðsettur er við rúllustigann þykir líka einstaklega flottur.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.