Fótbolti

Dagný: Finnst við ekki slakasta liðið í riðlinum

Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni í kvöld.
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Dagný Brynjarsdóttir setti upp hettu og reyndi í góðu gamni að komast hjá því að ræða við blaðamenn eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld.

Rangæingurinn var hársbreidd frá því að komast burt en glotti svo út í annað og spjallaði við fréttamenn um þá niðurstöðu að Ísland fer heim án stiga.

„Þetta eru hrikaleg vonbrigði. Við ætluðum okkur sigur í dag en Austurríki var einfaldlega betra en við. Við fundum ekki svör við þeirra leik. Við náðum ekki að verjast mörkunum sem við hefðum kannski auðveldlega getað gert,“ sagði Dagný.

Ísland fer heim stigalaust. Liðið fékk á sig sex mörk og skoraði aðeins eitt. Dagný er samt ekki alveg að trúa töflunni.

„Mér finnst við ekki slakasta liðið en tölurnar segja það augljóslega. Það munaði hrikalega litlu á móti Sviss og Frakklandi en Austurríki vissulega pakkaði okkur saman í dag sem var hrikalega svekkjandi,“ sagði Dagný.

„Persónulega held ég að við erum ekki lélegasta liðið í riðlinum en augljóslega vildum við gera betur.“

Í ljósi niðurstöðunnar voru þá markmiðið sem sett voru fyrir mót óraunhæf?

„Nei, ég held ekki. Ef við hefðum gert nokkra litla hluti aðeins betur hefði þetta getað fallið með okkur en svona er fótboltinn. Þetta féll ekki með okkur á þessu móti,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir

Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi.

Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×