Beðið milli vonar og ótta Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2017 07:00 Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. Önnur tilvitnunin er rituð fyrir Kristsburð, hin á síðustu öld. Önnur fyrir botni Miðjarðarhafs, hin á eyju norður í höfum. Báðar eru jafn sannar, þóttir gestirnir svokölluðu séu misheppnir með fæðingarstað. Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur. Ein þeirra eru feðginin Abrahim Maleki og hin ellefu ára gamla dóttir hans Hanyie. Abrahim er Afgani en fjölskylda hans flúði til Írans, þar sem dóttir hans fæddist. Hún hefur aldrei búið í landi föður síns og á þar enga fjölskyldu. Móðirin yfirgaf þau fyrir tíu árum og barnið hefur engar minningar um hana. Hingað eru feðginin komin í þeirri von að fá alþjóðlega vernd, eftir að hafa verið á flótta um langt skeið. Líkt og aðrir feður vill Abrahim barni sínu aðeins það besta, hann vill að dóttir hans alist upp í friði og öryggi, fái að ganga menntaveginn og verða hamingjusöm í landi sem virðir mannréttindi. Þar sem mannúð og manngæska er innbyggð í þjóðarsálina. „Í hverju barni sé ég þína mynd“ segir í fallegum jólasálmi. Þessi orð eru í anda frelsarans sem sagði: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Ég bið þau sem eru í því vandasama hlutverki að taka ákvarðanir um framtíð þeirra sem hingað leita í neyð sinni, að leyfa Abrahim og Hanyie að eiga hér framtíðarheimili. Við erum öll gestir á hótel jörð. Það hlýtur að vera laust pláss á hótel Íslandi fyrir þau. Sýnum mannúð og tryggjum þeim örugga framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. Önnur tilvitnunin er rituð fyrir Kristsburð, hin á síðustu öld. Önnur fyrir botni Miðjarðarhafs, hin á eyju norður í höfum. Báðar eru jafn sannar, þóttir gestirnir svokölluðu séu misheppnir með fæðingarstað. Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur. Ein þeirra eru feðginin Abrahim Maleki og hin ellefu ára gamla dóttir hans Hanyie. Abrahim er Afgani en fjölskylda hans flúði til Írans, þar sem dóttir hans fæddist. Hún hefur aldrei búið í landi föður síns og á þar enga fjölskyldu. Móðirin yfirgaf þau fyrir tíu árum og barnið hefur engar minningar um hana. Hingað eru feðginin komin í þeirri von að fá alþjóðlega vernd, eftir að hafa verið á flótta um langt skeið. Líkt og aðrir feður vill Abrahim barni sínu aðeins það besta, hann vill að dóttir hans alist upp í friði og öryggi, fái að ganga menntaveginn og verða hamingjusöm í landi sem virðir mannréttindi. Þar sem mannúð og manngæska er innbyggð í þjóðarsálina. „Í hverju barni sé ég þína mynd“ segir í fallegum jólasálmi. Þessi orð eru í anda frelsarans sem sagði: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Ég bið þau sem eru í því vandasama hlutverki að taka ákvarðanir um framtíð þeirra sem hingað leita í neyð sinni, að leyfa Abrahim og Hanyie að eiga hér framtíðarheimili. Við erum öll gestir á hótel jörð. Það hlýtur að vera laust pláss á hótel Íslandi fyrir þau. Sýnum mannúð og tryggjum þeim örugga framtíð.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar