Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. ágúst 2017 13:36 Líf og fjör var í Dalnum í gærkvöldi en á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið á borð lögreglu í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Óskar P. Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira