Byggingarfulltrúi Reykjavíkur ósáttur við gagnrýni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira