„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00