Feiersinger dáðist að Dagnýju hjá Bayern Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 13:15 Dagný varð þýskur meistari með Bayern árið 2015. Vísir/Getty Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira