Valtað yfir Vestfirðinga Gísli Sigurðsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun