Segir ástandið á leigumarkaðnum vera skelfilegt Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 22:15 Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“ Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“
Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01