ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 14:12 Jean-Claude Juncker gagnrýnir Bandaríkin vegna frumvarps um að herða refsiaðgerðir gegn Rússum. Vísir/AFP Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum. Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum.
Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30