Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 12. desember 2017 21:08 Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“ MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30
Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent