Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 14:26 Aaron Carter var barn að aldri þegar hann hóf feril sinn í skemmtanaiðnaðinum. Vísir/Getty Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Sjá meira
Söngvarinn Aaron Carter, hvers frægðarsól skein skærast snemma á fyrsta áratug þessarar aldar, hefur lýst því yfir að hann hrífist bæði af körlum og konum. Hann tilkynnti um þetta í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. „Fyrir það fyrsta langar mig að segja að ég elska alla aðdáendur mína. Það er svolítið sem mig langar að segja sem mér finnst mikilvægt fyrir bæði mig og sjálfsmynd mína. Þetta hefur hvílt þungt á mér næstum helming ævi minnar,“ skrifar Carter í færslunni. „Ég óx úr grasi í hringiðu skemmtanaiðnaðarins og þegar ég var 13 ára byrjaði ég að laðast að bæði strákum og stelpum.“pic.twitter.com/Zi6ahCtk4U— Aaron Carter (@aaroncarter) August 6, 2017 Carter er fæddur 1987 í Flórída í Bandaríkjunum. Hann var aðeins sjö ára þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og árin 200-2005. Bróðir Aarons, Nick Carter, var einn meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys. „Það var ekki fyrr en ég var 17 ára, eftir nokkur sambönd með stelpum, að ég upplifði svolítið með strák. Ég laðaðist að honum, hafði starfað og alist upp með honum,“ skrifar Carter enn fremur og bindur endahnút á færsluna með tilvitnun í Boy George, eins af þekktustu röddum vestrænnar hinseginmenningar. „Mér hefur í raun aldrei fundist ég eiga heima neins staðar, ég lét bara eins og mér fyndist það.“ Aaron Carter ræddi nýlega opinskátt baráttu sína við átröskun. Þá tók hann þátt í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing With the Stars árið 2009.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Sjá meira