Besti skólinn að fara á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2017 06:30 Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu á Asíuleikunum í janúar á næsta ári. Markmiðið er að lenda í einu af fjórum efstu sætunum. Fréttablaðið/Anton Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki. Íslenski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira