Alfreð: Má ekki gleyma hversu gott maður hefur það Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2017 15:00 Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær. „Að sjálfsögðu finn ég fyrir áhuga. Sérstaklega í byrjun [tímabilsins], það byrjaði mjög vel hjá mér, og hjá liðinu. Það var athygli á liðinu líka, við vorum hjá 9 af hverjum 10 sérfræðingum liðið sem mundi lenda í neðsta sæti og pottþétt falla,“ sagði Alfreð. „Auðvitað er það þannig að ef maður er að skora mörk fær maður athygli frá fjölmiðlum og ég er bara mjög sáttur með hvernig þetta tímabil er búið að þróast.“ Augsburg er í sjöunda sæti þýsku Bundesligunnar, hefði komist upp í fjórða sæti um helgina hefði Hertha Berlin ekki náð að jafna í uppbótartíma og stela tveimur stigum af liðinu. Alfreð segir liðið spila skemmtilegan bolta þar sem skapast mikið af færum og hann njóti þess að spila með liðinu. „Ég kom til Augsburg til að fá stöðugleika í minn feril. Var búinn að vera stutt hjá Sociedad, eitt ár, og hálft ár á láni hjá Olympiacos, svo mig langaði að koma hingað og eiga allavega eitt-tvö mjög stöðug tímabil og sanna mig í topp 4 deild í Evrópu.“ „Ég er búinn að upplifa það svo oft að vera að skipta um félag að ég er ekki einu sinni að pæla í því. Ég nýt mín mjög vel hérna, er með mjög góða stöðu hjá klúbbnum, spila alla leiki og er vara fyrirliði í ár. Maður má ekki gleyma því hversu gott maður hefur það, það er alltaf áhætta í því að skipta um félag og ég get ekki sagt ég sé að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði landsliðsmaðurinn. Hjörtur gat ekki sleppt honum úr símanum án þess að spurja út í Heimsmeistaramótið næsta sumar. „Riðillinn hefði vissulega getað verið betri. Fengum eitt af sterkari liðunum úr potti eitt og helvítis Króatana, við erum nú búnir að tala nóg um þá. Þeir voru svona einn af þessum mótherjum sem maður vildi ekki lenda á móti. Þeir eru góðir og erfiðir viðureignar og við vitum hvernig Balkaninn fer allar leiðir til að tryggja sér sigur.“ „Nígeríu veit ég eiginlega ekkert um. Ég gef mér það að þeir séu mjög íþróttamannlega vaxnir og sterkir og stórir.“ „Þetta verður svipað og að mæta Portúgal og Ronaldo. Öll pressan er á þeim, ég þekki einn leikmann sem spilar með argentínska landsliðinu og hann var að lýsa því fyrir mér hvernig það er þegar þeir eru að spila, það er ótrúleg pressa á þessu liði. Leikmenn njóta þess ekki að spila fyrir landsliðið,“ sagði Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira