Viðskipti innlent

Ætla að selja Lykil

Samúel Karl Ólason skrifar
Félagið, sem starfar undir starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki, var stofnað árið 1986.
Félagið, sem starfar undir starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki, var stofnað árið 1986. Vísir/Stefán
Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að hefja opið söluferli á félaginu. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við félaginu á vormánuðum 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hafi umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári.

„Lykill er sterkt og öflugt félag sem starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar bíla- og tækjakaup. Félagið, sem starfar undir starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki, var stofnað árið 1986 og hefur verið leiðandi á sínu sviði hér á landi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ármúla 1,“ segir í tilkynningunni.

Klakki er eignarhaldsfélag í eigu innlendra og erlendra fjárfesta. Lykill er í dag langstærsta eign Klakka en flestar aðrar eignir félagsins, s.s. VÍS og Skipti, hafa verið seldar á síðustu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×